Hljómsveitin Grjót

Hljómsveitin GrjótHljómsveitin Grjót varð til snemma árs 2010 í tengslum við fyrstu breiðskífu Skúla mennska. Hljómsveitin Grjót hefur auk þess tileinkað sér flutning á amerískum blús og ýmis konar þjóðlagatónlist annarri.

Platan Skúli mennski og hljómsveitin Grjót var tekin upp í Tankinum við Önundarfjörð 1.-5. mars 2010 undir stjórn Önundar Hafsteins Pálssonar og hefur að geyma tíu lög um barlíf, yfirbót, ástarþrá og lífshlaup frelsarans svo eitthvað sé nefnt.

Hljómsveitina Grjót skipa þeir:

Dagur Bergsson á hljómborð
Halldór Gunnar Pálsson á gítar
Óskar Þormarsson á trommur
Valdimar Olgeirsson á bassa